Herbergin okkar

Á Brunnhóli er boðið upp á gistingu í 33 velbúnum herbergjum í mismunandi verðflokkum og stærðum. Mjög góð aðstaða fyrir fjölskyldur. Viðurkennt aðgengi fyrir hreyfihamlaða utan húss sem innan húss og í hluta herbergja. Víðsýnt er frá Brunnhóli, ýmist út yfir votlendið eða til fjalla og þar ber hæst Vatnajökull, stærsti jökull Evrópu.

Tveggja manna herbergi - standard

Fimmtán tveggja manna herbergi, með öllum helstu þægindum. Hvert herbergi er rúmlega 16 m2. Hiti í gólfum, myrkunargluggatjöld, þráðlaust net og sjónvarp. Herbergin eru ýmist búin tveim einstaklingsrúmum eða tvíbreiðu rúmi. Úr hluta af herbergjum er einstakt útsýni til Vatnajökuls, hin með útsýni yfir votlendið.

Tveggja manna herbergi - minni

Fjögur tveggja manna herbergi í eldri hluta gistiheimilis, búin öllum helstu þægindum. Hvert herbergi er rúmlega 14 m2. Miðstöðvarofnar, myrkunargluggatjöld, þráðlaust net og sjónvarp. Eitt herbergið er með viðurkennt aðgengi fyrir hreyfihamlaða.

Tveggja manna herbergi - comfort

Fimm rúmgóð tveggja manna herbergi með öllum helstu þægindum. Hvert herbergi er rúmlega 28 m2. Hiti í gólfum, myrkunargluggatjöld, þráðlaust net og sjónvarp. Tvíbreiður sófi gerir þau að góðu vali fyrir minni fjölskyldur. Eitt herbergi með viðurkennt aðgengi fyrir hreyfihamlaða. Öll herbergin hafa einstakt útsýni til Vatnajökuls.

Þriggja manna herbergi

Tvö rúmgóð þriggja manna herbergi með öllum helstu þægindum. Hvert herbergi er rúmlega 28 m2. Hiti í gólfum, myrkunargluggatjöld, þráðlaust net og sjónvarp. Annað herbergið er með viðurkennt aðgengi fyrir hreyfihamlaða. Öll herbergin hafa einstakt útsýni til Vatnajökuls.

Fjölskylduherbergi

Sex rúmgóð fjölskylduherbergi með öllum helstu þægindum. Þrjú rúm og tvíbreiður sófi gerir þau að góðu vali fyrir stærri sem minni fjölskyldur. Hvert herbergi er rúmlega 28 m2. Hiti í gólfum, myrkunargluggatjöld, þráðlaust net og sjónvarp. Tvíbreiður sófi gerir þau að góðu vali fyrir minni fjölskyldur. Eitt herbergi með viðurkennt aðgengi fyrir hreyfihamlaða. Öll herbergin hafa einstakt útsýni til Vatnajökuls.

Eins manns herbergi

Eins manns herbergi með öllum helstu þægindum og stóru rúmi. Herbergið er rúmlega 13 m2. Miðstöðvarofnar, myrkunargluggatjöld, þráðlaust net og sjónvarp. Útsýni til Vatnajökuls.