Velkomin á

Brunnhóll
Gistiheimili

Brunnhóll er fjölskyldurekið gistihús sem leggur metnað sinn í persónulega þjónustu. Við bjóðum fjölskyldur sérstaklega velkomnar. Með 35 ára starfsreynslu göngum við til móts við framtíðina.

Brunnhóll er „úti í sveit“ á Suðausturlandi, aðeins 6 km frá Vatnajökli, stærsta jöklinum í Evrópu. Vatnajökull og nágrenni hans er verndaður sem þjóðgarður og hefur verið samþykktur á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna, UNESCO.


ÁBYRGÐ - HLÝJA - ORÐSPOR

Herbergin okkar

Tveggja manna herbergi

Fimmtán hugguleg herbergi (16 m2). Öll helstu þægindi. Myrkvunargluggatjöld, gólfhitun, sjónvarp og þráðlaust net. Útsýni til jökuls eða yfir láglendið. Eitt herbergið er aðgengilegt fyrir hreyfihamlaða.

Tveggja manna herbergi

Fjögur látlaus herbergi (14 m2). Öll helstu þægindi. Myrkvunargluggatjöld, miðstöðvarofnar, sjónvarp og þráðlaust net. Útsýni til jökuls eða yfir láglendið. Eitt herbergið er aðgengilegt fyrir hreyfihamlaða.

Tveggja manna herbergi

Fimm rúmgóð herbergi með þægilegum svefnsófa (28 m2). Öll helstu þægindi. Myrkvunargluggatjöld, gólfhitun, sjónvarp og þráðlaust net. Útsýni til jökuls. Eitt herbergið er aðgengilegt fyrir hreyfihamlaða.

Þriggja manna herbergi

Tvö rúmgóð þriggjamanna herbergi með þægilegum svefnsófa (28 m2). Öll helstu þægindi. Myrkvunargluggatjöld, gólfhitun, sjónvarp og þráðlaust net. Útsýni til jökuls.

Fjölskylduherbergi

Sex rúmgóð fjölskylduherbergi með þrem rúmum og þægilegum svefnsófa (28 m2). Öll helstu þægindi. Myrkvunargluggatjöld, gólfhitun, sjónvarp og þráðlaust net. Útsýni til jökuls. Aðgengilegt fyrir hreyfihamlaða.

Eins manns herbergi

Eins manns herbergi (13 m2). Öll helstu þægindi. Myrkvunargluggatjöld, miðstöðvarofn, sjónvarp og þráðlaust net.
Útsýni til jökuls.

Umsagnir

Jillaine
Jillaine
Netherlands
Read More
“Everything was absolutely perfect! Taking into acccount the previous reviews there are 2 wings. We stayed in the new one and the room was incredible. super large and super confortable. The breakfast was amazing, with homemade jams, porridge and bread. Lovely! It was the best hotel in out trip!”
Matteo
Matteo
England
Read More
I was looking for a home away from home and Brunnholl was the perfect match for me. Super friendly and clean. I felt like I was part of the family. Looking forward to staying here again on my return next year. It was the perfect quiet spot for me to get some work done while taking day trips out to see the surroundings.
Ana
Ana@username
Read More
Everything was absolutely perfect! Taking into acccount the previous reviews there are 2 wings. We stayed in the new one and the room was incredible. super large and super confortable. The breakfast was amazing, with homemade jams, porridge and bread. Lovely! It was the best hotel in out trip!
Cong
Cong@username
Read More
It’s much more better than my expectation. Even though it’s not close to any town, the hotel is stylish, super clean and warm. Also it offers good food and few breakfast. The owner and staff here are very friendly, they sent the postcard for us. It turns out to be one of the best places we stayed during Iceland trip
Expedia
ExpediaJapan
Read More
This place is great and the owner is so nice. We stayed two nights and the morning we were scheduled to leave a storm came through that knocked out the power and closed all the roads around us. They allowed us to hang out until the roads opened and even found ways to feed us both breakfast and lunch. The hotel itself is in a great location right off the main road and close to the small fishing village of Hofn. Part of the glacier is visable from our room and the food is delicious. Be aware there are not self serve laundry on site, but the staff will do laundry for a fee.
Previous
Next

Jöklaís

Heimalagaður
Ís

Í næsta nágrenni

Fjölbreyttir afþreyingarmöguleikar í Ríki Vatnajökuls

Fláajökull

Einn af fjölmörgum skriðjöklum sem teygja arma sína niður á láglendið er Fláajökull. Gott aðgengi er að jöklinum og fjölbreyttar gönguleiðir í nágrenni hans.

Fjaran og svartir sandar

Gott aðgengi er niður í fjöruna á nokkrum stöðum. Þekktastar eru fjaran við Stokksnes og Jökulsárlón. En heimsókn að Skinneyjarhöfða og Hvalsnes er ekki síður áhugavert.

Jökulsárlón

Jökulsárlón er ein af þekktustu náttúruperlum í Ríki Vatnajökuls. Minna þekkt jökullón en ekki síður falleg eru framan við flesta jökla á svæðinu s.s. Fjallsárlón og Heinabergslón. Fjölbreytt afþreying og gönguleiðir í boði.

Fuglaskoðun

Suðausturland er áhugavert svæði fyrir fuglaskoðun, einkum vor og haust. Hér er gjarnan fyrsti og síðasti viðkomustaður farfuglanna á ferðalagi sínu til og frá Evrópu.

Vatnajökull

Vatnajökull og nágrenni er þjóðgarður. Vegna einstaks samspils íss og elds er Vatnajökulsþjóðgarður nú frá árinu 2019, skráður á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna.

Höfn í Hornafirði

Þéttbýliskjarninn í Ríki Vatnajökuls með alla almenna þjónustu. Blómlegur landbúnaður og öflugur sjávarútvegur eru megin stoðir í atvinnulífinu ásamt vaxandi ferðaþjónustu á síðustu árum.

Ljósmyndaparadís

Ljósmyndarar elska að heimsækja Ríki Vatnajökuls. Samspil fjöru og fjalla, íshellar, norðurljós, sólarupprás og sólarlag vekja endalaus tilefni til myndatöku. Að ógleymdum öllum litlu hlutunum allt um kring.

Villt dýr og búfé

Talsvert er af hreindýrum og halda sig á láglendi frá hausti fram á vor. Forvitnir selir sjást víða við ströndina. Ef heppnin er með í för, má rekast á refi, minka og hafamýs. Og uppi í sveit er búfé á beit sumarlangt.

Afþreying

Íshellar

Að ógleymdu öllu því smáa í umhverfinu eru íshellarnir í jaðri Vatnajökuls eitt þekktasta aðdráttarafl svæðisins að vetri til. Öryggisins vegna eru íshellaferðir ekki í boði að vori, sumri og haust.

Jöklar

Endalausir möguleikar eru á afþreyingu tengt jöklum s.s. jöklagöngu, jeppa- og snjósleðaferðir eða bátsferðir. Kyrrðarstund við jökul er engu lík.

Gönguleiðir

Fjölbreyttar gönguleiðir frá fjöru til fjalla, í mismunandi erfiðleikaflokkum, stikaðar og óstikaðar. Gönguleiðakort og fræðsluskilti auka á upplifunina.

Brunnhóll
Gistiheimili

Brunnhóll starfar í anda sjálfbærrar þróunar með áherslu á vandaða þjónustu, samfélagslega ábyrgð og virðingu fyrir umhverfinu. Umhverfismál hafa um árabil verið í öndvegi. Hugmyndin um endurnotkun er hluti af rekstri og tengist meðal annars matarsóun, vatni, rafmagni og flokkun úrgangs. Á þennan hátt og annan reynum við að taka ábyrga afstöðu til komandi kynslóða. Hér getur þú litið í kringum þig á gistiheimilinu okkar, bæði innanhúss sem utanhúss.