Dekraðu við sjálfan þig - þú átt það skilið

Sælgæti úr sveitinni

Árið 2007 hófst framleiðsla á Jöklaís. Rjómaísinn er framleiddur úr mjólk frá nágrannabýlinu Árbæ, þar sem sonur okkar og tengdadóttir stunda nautgriparækt, einkum mjólkurframleiðsu en einnig ala þau nautgripi til kjötframleiðslu. Þannig hjálpast kynslóðirnar að og styðja hvor aðra.

Brunnhóll er fjölskylduvænt gistiheimili á Suðausturlandi, í ríki Vatnajökuls og áhersla er lögð við persónulega þjónustu og umhverfismál. #joklais "brunnholl #sveit

Með stolti bjóðum við ferðalöngum upp á vandaðan rjómaís í björtum veitingasal með einstakt útsýni til Vatnajökuls og Vestrahorns. Við veitum gestum okkar fúslega allar upplýsingar um áhugaverða staði og afþreyingu í nágrenninu og daglegt líf til sveita.
#heyiceland #visitvatnaokull # southeasticeland #vatnajokulsthjodgardur

Fjölbreyttar bragðtegundir, sem dæmi:

Berja krapís

Piparmintu rjómaís

Pistasíu rjómaís

Lakkrís rjómaís

Framleiðsluferlið

Heimalagaður rjómaís og krapís, byggður á gæðum en ekki magni. Stutt framleiðsluferli og lítið kolefnisfótspor

Framleiðslan byggir á uppskriftum frá hollensku fyrirtæki, FARM house Icecream með sérstöku leyfi. Engin aukaefni eru notuð við framleiðsluna Jöklaís og er íslensk mjólk uppistaðan í ísnum sem þykir hafa ríkt rjómabragð. Einnig er framleiddur krapís, einkum til að koma til móts við gesti með mjólkuróþol eða með VEGAN lífsstíl. Við höfum verið að prófa okkur áfram með að nýta hráefni úr nærumhverfinu. Margir kannast við Fíflaísinn en höfum einnig notað rabbarbara og ber. Með stolti bjóðum við ferðalöngum upp á vandaðan rjómaís.iðskiptavinum okkar

Framleiðsluferlið er stutt. Mjólkin er tekin strax eftir mjaltir og rjóminn skilinn frá nýmjólkinni. Þá verður til undanrenna og hana notum við gjarnan til ostagerðar en mestan hluta fá kálfar í uppvexti. Því næst er rjómanum og lítillega af mjólk blandað saman við eggjarauður, sykur og bragðefni og hellt í ísgerðarvélina. Þar er blandan gerilsneydd og síðan kæld niður í frostmark. Ísinn er þá settur í viðeigandi umbúðir og frystur niður í -18 - 20 °C
Framleitt er að mestu eftir eftirspurn og afurðin seld á eigin veitingastað beint til neytenda, til að njóta á staðnum, taka með sér heim, í útileguna eða sumarbústaðinn.
Þetta gerir okkur kleift að mæta eftirspurn viðskiptavina okkar og leyfa þeim að velja úr mismunandi bragðtegundum.

Hvort sem þú ert næturgestur á Brunnhóli, ferðalangur á leið um þjóðveginn eða Hornfirðingur, láttu það eftir þér að njóta Jöklaíss í ægifögru umhverfi Vatnajökuls
eða taka með þér til að njóta eða deila með öðrum síðar.