Brunnhóll Gistiheimili
1986 – 2019
Sagan í stuttu máli
1980 Brunnhóll og Árbær Land jarðanna er um 800 hektarar og nær allt að jökulrönd Fláajökuls. Áður fyrr var landið oft umflotið jökulvötnum. En nú hafa verið byggðir varnargarðar til að verja landið sem hefur smátt og smátt gróðið upp.
Tímalína

Brunnhóll and Árbær
Land jarðanna er um 800 hektarar og nær allt að jökulrönd Fláajökuls. Áður fyrr var landið oft umflotið jökulvötnum. En nú hafa verið byggðir varnargarðar til að verja landið sem hefur smátt og smátt gróðið upp.

Fyrsti gesturinn
Sigurlaug og Jón Kristinn hófu rekstur ferðaþjónustu árið 1986 í eldra íbúðarhúsi sem var á jörðinni. Fyrsti gesturinn var ungur Japani sem ferðaðist fótgangandi um Ísland. Hann knúði dyra þann 14. Maí, í norðan roki og kulda og var húsaskjóli feginn.

Fimm ný herbergi
Með aukinni eftirspurn var ákveðið að stækka gistiheimilið. Nú var boðið upp á gistingu í níu herbergjum. Auk þess sem lögð var alúði við að vel færi um gesti. Nýju herbergin voru með sérbaði og góðar setustofur og eldhús voru fyrir gesti.

Ný móttaka og veitingasalur
Fyrstu árin var móttakan á heimili okkar og þar voru einnig bornar fram veitingar.

Ný herbergjaálma
Kaflaskil urði árið 2005. Næsta kynslóð tók yfir kúabúskapinn og samhliða var gistiheimilið stækkað. Jöklaís sem framleiddur er úr mjólk frá kúabúinu, hófst skömmu síðar og nýtur í dag mikilla vinsælda. Allt þetta kallaði á aukið húsrými fyrir veitingar.

Glæsilegur veitingasalur
Engum dylst að útsýni að Vatnajökli hrífur gesti sem hingað koma. Við hönnun veitingasalarins var það haft að leiðarljósi. Öll uppbygging miðar að því að gera hreyfihömluðum auðvelt að dvelja á Brunnhóli.

Ný og stærri herbergi
Við höfum alla tíð lagt rækt við að taka á móti fjölskyldum. Þess vegna var ákeðið að hafa nýjustu herbergin stór. Einnig er lögð áhersla á að góð leiksvæði séu innan- sem utandyra.
Umhverfismál eru okkur hugleikin Hugtakið að endurnýta er partur af rekstri og lýtur að m.a. matarsóun, sorpflokkun, vatni og rafmagni

Varmadæla sem sér um að hita upp allt neysluvatn og hýbýli með tilheyrandi sparnaði á raforku.
Fullkomin hreinsistöð fyrir alla fráveitu.
Hleðslustöð fyrir rafbíla.
Í nýjasta húsinu er varmaskiptir sem nýtir hitann frá loftræstingu til að hita upp ferskt loft sem streymt er inn.
Ísborðið er opið fyrir gesti og gangandi frá 10 – 22, alla daga á opnunartíma gistiheimilis.