Dekraðu við sjálfan þig - þú átt það skilið
Sælgæti úr sveitinni
Árið 2007 hófst framleiðsla á Jöklaís. Rjómaísinn er framleiddur úr mjólk frá nágrannabýlinu Árbæ, þar sem sonur okkar og tengdadóttir stunda nautgriparækt, einkum mjólkurframleiðsu en einnig ala þau nautgripi til kjötframleiðslu. Þannig hjálpast kynslóðirnar að og styðja hvor aðra.
Brunnhóll er fjölskylduvænt gistiheimili á Suðausturlandi, í ríki Vatnajökuls og áhersla er lögð við persónulega þjónustu og umhverfismál. #joklais "brunnholl #sveit
Með stolti bjóðum við ferðalöngum upp á vandaðan rjómaís í björtum veitingasal með einstakt útsýni til Vatnajökuls og Vestrahorns. Við veitum gestum okkar fúslega allar upplýsingar um áhugaverða staði og afþreyingu í nágrenninu og daglegt líf til sveita.
#heyiceland #visitvatnaokull # southeasticeland #vatnajokulsthjodgardur

Fjölbreyttar bragðtegundir, sem dæmi:

Berja krapís

Piparmintu rjómaís

Pistasíu rjómaís
